Hér ber að líta keppnisbílinn Alfa Romeo 158, sem notaður var af Alfa Romeo liðinu á keppnistímabilinu 1950.
Þessi bíll er frægur fyrir það að hann vann fyrstu keppni í Formúlu 1 sem taldist til heimsmeistarakeppni, á Silverstone brautinni 13. maí 1950.
Sigurvegarinn í þeirri keppni var Giuseppe Farina.
Fór svo að af 3 efstu í heimsmeistarakeppninni 1950 átti Alfa Romeo liðið 3; Farina sem heimsmeistari, Juan Manuel Fangio í 2., og Luigi Fagioli í 3.
Helstu upplýsingar um bílinn:
Heiti: Alfa Romeo 1958
Vél: 8 strokka línuvél, 1.479 cc, 350 hö (við 8.500 snúninga)
Þyngd: 630 kg
Bil milli öxla: 254 cm
Bil milli hjóla: 127 cm að framan, 132 cm að aftan
Dekk: Pirelli dekk, 5,50 x 17 tommur að framan, 7,00 x 18 tommur að aftan