Brabham BT46B Hér má sjá “viftubílinn” fræga:
Brabham BT46B, með Alfa Romeo vél í skottinu.

Bíllinn var hannaður eftir hugmynd Gordon Murray. Hann hafði þá sérstöðu að hann var með viftu aftan á bílnum, sem hafði það hlutverk að auka niðurþrýstinginn á brautinni. Var honum ætlað að gera Brabham samkeppnisfært við Lotus-bílana, sem réðu nánast heimsmeistarakeppninni 1978 með öflugri niðurþrýstingstækni.

Kom BT46B fyrst til leiks fyrir sænska kappaksturinn í Anderstorp 1978. Slík snilldaruppfinning var þetta, að loksins voru Lotus bílarnir komnir með verðugan andstæðing.

John Watson og Niki Lauda náðu 2. og 3. sæti á ráslínu, á eftir Mario Andretti á Lotus. Fór keppnin svo að Niki Lauda vann keppnina, en John Watson féll úr leik með bilaða inngjöf.

Reyndist þetta vera eina keppni Brabham BT46B, þar sem útbúnaðurinn var fljótlega bannaður eftir þetta. Sigurinn stóð þó.

Svo mörg voru þau orð um sögu viftubílsins.