<a href="http://www.mbl.is“> Tekið af Mbl.is !!!! </a>

Forsvarsmönnum Ferrariliðsins og ökuþórunum Michael Schumacher og Rubens Barichello hefur verið stefnt fyrir fulltrúa Alþjóðaakstursíþróttasambandsins (FIA) vegna deilna í framhaldi af úrslitum austurríska kappakstursins í gær.
Fulltrúum Ferrari ber að mæta til yfirheyrslu í París 26. júní næstkomandi, að því er FIA tilkynnti í dag.

„Í framhaldi af atvikinu á lokahring austurríska kappakstursins 2002 og atvikum á verðlaunapalli í framhaldi af því hefur FIA stefnt Ferrariliðinu og ökuþórunum Michael Schumacher og Rubens Barichello fyrir heimsíþróttaráðið á næsta fundi þess,” sagði í tilkynningu FIA.

Til kröftugra mótmæla kom í lok kappakstursins í A1-Ring eftir að Ferrari fyrirskipaði Barichello og hægja ferðina og hleypa Schumacher fram úr svo hann mætti sigra. Færir sigurinn Schumacher fjögur viðbótarstig í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra, en þar er hanan með 54 stig en Juan Pablo Montoya annar með 27 stig.



<a href="http://www.mbl.is/mm/sport/formula/frett.html?nid=803730“> Sjá Frétt Hér!! </a>

<b>Þetta var reyndar sent fyrst sem grein en var hafnað vegna Ritstuldurs!! Djöfullsins Kjaftæði!! </b>




<br><br><a href=”http://www.egils.is“> <img Src=”http://www.egils.is/vorur/vorumyndir/products-appelsin.jpg"> </a>

<b>Fáðu þér Svalandi Drykk í Dag!!</