Mig langar til að fá smá umræðu um keppnina í Ástralíu sem var um helgina.

Ég var að horfa á formúluna núna í fyrsta skipti í 2 ár, og vá hvað þetta var æðislegt, allir framúrakstrarnir og öll umgjörðin, það var alltaf eitthvað að gerast. Ég er héðan í frá búinn að ákveða að horfa á allar þær keppnir sem ég get horft á.

Ég var Ferrari og Schumacher maður og því finnst mér gaman að Schummi sé kominn aftur. Hinsvegar lýt ég meira hlutlaust á þetta í dag og svo virðist vera að öll lið geti unnið alla og að 4 lið eða fleiri og þá 8 einstaklingar muni berjast um titilinn. Þetta er æðislegt.

Hvað finnst ykkur um keppnina og var þessi keppni einstök fyrir miklar sviptingar eða munum við sjá meira af þessu á komandi seasoni?
^_^