Vonir USF1 til þess að verða fyrsta albandaríska keppnisliðið sem tekur þátt í Formúlu 1 frá því Haas Lola liðið keppti árin 1985-86 hafa nú endanlega sokkið, þar sem að tilkynnt hefur verið að verksmiðjum liðsins hafi verið lokað.
Óvíst er hvort að keppnislið eitt sem bíður á hliðarlínunni Steffan GP, fái keppnisrétt sem 13. liðið í stað USF1, en eins og fréttir hafa verið af var Kazuki Nakajima ráðinn til liðsins um áramótin, og heimildir fregna að heimsmeistarinn frá 1997, Jacques Villeneuve, ætli að freista þess að reyna enn eitt “comebackið” í F1, í þetta sinn eftir 3,5 árs hlé, en Steffan GP mun hafa boðið honum sæti hjá liðinu.
Bætt við 3. mars 2010 - 20:41
Uppfært: Nú er ljóst að liðin sem keppa í Formúlu 1 árið 2010 verða aðeins 12, þar sem lokað hefur verið fyrir nýja þátttakendur á þessu keppnistímabili.
Vil benda á það að liðið Campos Meta fær núna nafnið Hispaniola Racing.