Það virðist ekki útséð með það hvort að breski kappaksturinn fari yfir höfuð fram eins og áætlað var, í júlí 2010.
Sumarið 2008 var skýrt frá því að brautareigendur Donington Park hafi skrifað undir 17 ára samning við FOM, og var hönnun endurbættrar brautar þá í fullum gangi undir stjórn Hermann Tilke.
En brautareigendur Donington Park lentu í vandræðum vegna efnahagskreppunnar í Bretlandi, búnir að fá lán út á stórframkvæmdir á brautinni og áttu erfitt með að standa í skilum. Ecclestone fór fram á það í haust að brautareigendur myndu sanna það að þeir gætu staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar, en 22. okt. síðastliðinn leið síðasti fresturinn af mörgum sem Ecclestone hafði gefið brautareigendunum og ljóst varð að ekkert yrði af kappakstri á Donington Park, a.m.k. í bili. 18. nóv. fengu brautareigendurnir greiðslustöðvun, og er alls óljóst um framtíð brautarinnar.
Eftir að ljóst var að Donington Park gæti ekki haldið kappaksturinn var aðeins hægt að leita BRDC til að hægt væri að framlengja keppni á Silverstone brautinni. Ecclestone hefur boðið BRDC 17 ára samning um að Silverstone verði vettvangur breska kappakstursins. Hins vegar virðist ljóst á fréttum að ekki gangi alltof vel að semja, t.a.m. kvartar BRDC undan því að Ecclestone vilji of háa þóknun fyrir samninginn, á móti hótar Ecclestone því að honum sé alveg sama hvort breski kappaksturinn fari yfir höfuð fram eður ei. Það virðist alls ekki í höfn enn að breski kappaksturinn fari fram 2010.
Breski kappaksturinn má segja að sé móðurkappakstur Formúlu 1, en á Silverstone brautinni fór fram 1. kappaksturinn sem taldist til Formúlu 1 heimsmeistarakeppninnar 1950. Breski kappaksturinn hefur verið haldinn óslitið síðan, og er ásamt ítalska kappakstrinum einu keppnirnar sem alltaf hafa hangið inni á Formúlu 1 dagatalinu.
Breski kappaksturinn hefur verið haldinn á 3 brautum frá 1950:
Silverstone (1950-1954, 1956, 1958, 1960, 1963, 1963, 1965, 1967, 1969, 1971, 1973, 1975, 1977, 1979, 1981, 1983, 1985 og frá 1987)
Brands Hatch (1964, 1966, 1968, 1970, 1972, 1974, 1976, 1978, 1980, 1982, 1984 og 1986)
Aintree (1955, 1957, 1959, 1961 og 1962).
Þar að auki svokallaður Evrópukappakstur þrisvar farið fram í Bretlandi: Á Brands Hatch 1983 og 1985, og á Donington Park 1993.
Ég hef persónulega þá skoðun að þó að brotthvarf franska kappakstursins hafi verið mikil blóðtaka fyrir F1, þá held ég að brotthvarf breska kappakstursins um lengri eða skemmri tíma muni hafa slæm áhrif á ímynd Formúlu 1, það að breski kappaksturinn fari af F1 dagatalinu væri í raun eins og t.d. að Le Mans myndi hætta að halda sólarhringskappaksturinn.
Helstu heimildir: http://www.wikipedia.org