Veit nú þetta með Villeneuve, en til þess var líka ætlast af honum þar sem á ofangreindum árum hafði hann bestu bílana til verksins. En þau fjölmörgu tímabil sem hann ók í F1 eftir það gat hann ekki neitt.
Þrátt fyrir titla sína í F1 mun Jacques alltaf falla í skuggann af föður sínum heitnum. Þrátt fyrir að Gilles hafi ekki náð titli og hafi aðeins unnið 6 sigra, var það sókndirfska hans og sigurþorsti hans sem að gerði hann að einum þekktasta F1 ökumanni fyrr og síðar. Þeir feðgar eru báðir þekktir fyrir að hafa tefld djarft stundum, en Gilles er sennilega þekktari fyrir hraðann, þar sem hann reyndi að gera hvað sem var til að ná hraða út úr annars handónýtum Ferrari bílnum (sem var satt að segja ekki öfundsvert verk þegar að tilraunastarfsemin með færanlegu loftflæðiplöturnar voru í hámarki).
Það eitt (sem dæmi) að minnast á baráttu Gilles og René Arnoux í lok franska kappakstursins 1979 nægir til að minna menn á hversu megnugur Gilles var.
[youtube]
http://www.youtube.com/watch?v=6sDtn8QnpFgHinu er þó ekki að neita að hluti af þeirri ástæðu að Gilles er þekktur í F1 heiminum er sviplegur dauði hans í tímatökunni fyrir belgíska kappaksturinn 1982, þegar að Ferrari bíll hans endastakkst og mölbrotnaði, og Villeneuve kastaðist yfir brautina á varnargirðingu.
Jacques er ekki þekktur fyrir þann sigurþorsta og sjarma sem einkenndi föður hans, þrátt fyrir að hann sé þekktari meðal yngri F1 aðdáenda sem fv. heimsmeistari í Indy og F1. Þó er hann einnig miður þekktari fyrir ansi skrautlega hártísku (sem hefur orðið efni í marga brandara), og fyrir oft svakalega árekstra (eins og margir vita hefur hann látið hafa eftir sér að hann fái kick út úr því ef að áreksturinn hefur verið harður).
Það er hægt að falla í skuggann af ættingjum sínum, þrátt fyrir að hafa unnið langtum fleiri sigra og hafa unnið jafnvel heimsmeistaratitla.