Pæling, hvernig getur hann grætt á þessu ef að hann fer afturfyrir Raikkonen á þessum stutta beina kafla? Kimi þarf jú að ferðast hraðar en Lewis til að komast framfyrir hann, ekki satt? Hver er þá gróðinn? Allavega ekki hraði, það bara getur ekki verið, það er á mis við eðlisfræðileg lögmál.
Málið er það að um leið og Kimi er kominn framfyrir Lewis þá neglir Kimi niður (aftur, ástæða þess að Lewis reyndi framúrakstur í næstu beygju á undan) og Lewis sikk sakkar til að lenda ekki aftan á honum.
Ferrari International Assistance (FIA) eru náttúrulega bara að sinna skildum sínum svo að maður á nú bara að hætta að æsa sig yfir svona hálfvitaháttum.
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“