Það að sé hægt að horfa á þetta frítt er ekki alveg rétt, þegar ég geri það á heimili mínu, þá eru stórar rendur yfir alla útsendinguna sem gerir hana óhæfa til áhorfs, það ku vera nokkuð algeng. Þegar maður spyr þá á stöð 2 hvernig á að redda því, þá er svarið að fá sér afruglara hence, 5.000 kr á mánuði.
Ekkert grín á ferð varðandi gulla og co. Þeir voru fáfróðir fyrir og eru það enn. Sá eini sem hefur komið með eitthvað kappasktursvit í þessa þætti er sverrir (þóroddsson að ég held) sem er úr f3, en hann hefur ekki verið á dagskrá lengi.
Það er ekki hægt að líkja saman því að hafa 2 fyrrverandi ökumenn að lýsa og þeim íslensku. Í dag t.d. þá forfallaðist martin brundle, en í staðin fengum við d. hill. Þessi menn eru uppfullir af óþarfa upplýsingum.
Til að skila smá hér, þá sagði t.d. d.hill í dag að ungverjaland væri sú braut þar sem menn léttast hvað mest í vegna vatsuppgufunar, hann bætti síðan við að það væri það mikið að í enda keppinar þá væru öryggisbeltin orðin tiltölulega slök og óþægileg fyrir ökumenn.
Það eru akkúrat svona gagnslausar upplýsingar sem fá mann til að hafa ennþá meira gaman að F1.
Vandamálið við íslensku þulina er að þeir geta ekki verið í núinu, þeir eru alltaf komnir á leiðarenda og byrjaðir að reikna út stigin í 10 hring og ástæða? Jú, þeir hafa einfaldlega svo lítið um að tala, vegna þess að þekkingin er ekki til staðar.