Úrslit kanadíska kappakstursins 8. maí 2008:
1. Robert Kubica (BMW Sauber) - 70 hringir
2. Nick Heidfeld (BMW Sauber) + 16.4 sek.
3. David Coulthard (Red Bull) + 23.3 sek.
4. Timo Glock (Toyota) + 42.6 sek.
5. Felipe Massa (Ferrari) + 43.9 sek.
6. Jarno Trulli (Toyota) + 47.7 sek.
7. Rubens Barrichello (Honda) + 53.5 sek.
8. Sebastian Vettel (Toro Rosso) + 54.1 sek.
9. Heikki Kovalainen (McLaren) + 54.4 sek.
10. Nico Rosberg (Williams) + 57.7 sek.
11. Jenson Button (Honda) + 1 mín. 7.5 sek.
12. Mark Webber (Red Bull) + 1 mín. 11.2 sek.
13. Sébastien Bourdais (Toro Rosso) + 1 hringur
Féllu úr leik:
Giancarlo Fisichella (Force India) hring 51
Kazuki Nakajima (Williams) hring 46
Fernando Alonso (Renault) hring 44
Nélson Piquet yngri (Renault) hring 39
Kimi Räikkönen (Ferrari) hring 19
Lewis Hamilton (McLaren) hring 19
Adrian Sutil (Force India) hring 13
Robert Kubica sigraði í fyrsta sinn, en þetta var einnig sigur BMW bílaframleiðandans sem keppnisliðs, og með Nick Heidfeld í 2. sæti náði liðið því einnig sínum fyrsta tvöfalda sigri í F1.
David Coulthard og Timo Glock náðu fyrstu stigum sínum á árinu, Glock náði síðast stigum í kanadíska kappakstrinum árið 2004. Jafnframt var þetta hans besta frammistaða í F1, og í raun ein besta frammistaða Toyota liðsins frá upphafi.
Nokkrar sviptingar urðu í kappakstrinum, fyrst ber þó að geta þess að hluti af keppendum tóku þjónustuhlé þegar öryggisbíllinn var úti á 19. hring þegar að þjónustusvæðið opnaði inn. Räikkönen og Kubica náðu fyrstir út að útakstursljósinu, en hægðu á sér þegar að þeir sáu að rautt ljós logaði (aki ökumaður gegn rauðu ljósi útaf þjónustusvæðinu jafngildir það brottrekstri úr keppni). Lögðu Räikkönen og Kubica hlið við hlið meðan þeir biðu. Hins vegar virðist Hamilton ekki hafa séð ljósið fyrr en allt of seint, bremsar allt of seint, og keyrir aftan á Räikkönen og tekur hann og sjálfan sig úr leik. Einnig ók Rosberg aftan í þvöguna en missti aðeins framvæng.
Eftir það voru BMW menn í kjörstöðu, þrátt fyrir að vera á sitthvorri áætluninni, Kubica á 2 stoppa áætlun en Heidfeld aðeins á 1 stoppi. Þó ógnaði Alonso Heidfeld stóran hluta af keppninni, Heidfeld á þungum bíl en Alonso á léttum. Svo fór þó að gírkassinn gaf sig í Renaultinum og var BMW 1-2 næsta víst.
Helstu breytingar í stigakeppni ökumanna eru þær að Robert Kubica lyftir sér upp úr 4. sæti upp í það fyrsta, Felipe Massa færist úr 3. sæti upp í 2.-3. sæti við hlið Hamilton, Räikkönen er fallinn niður í 4. sæti. Heidfeld er sem fyrr í 5. sæti, en fylgir núna fast á eftir lestinni ennþá.
Í keppni bílasmiða komst BMW Sauber upp fyrir McLaren liðið upp í 2. sæti, og er núna aðeins 3 stigum á eftir Ferrari.