Úrslit mónakóska kappakstursins 25. maí 2008

1. Lewis Hamilton (McLaren) - 76 hringir
2. Robert Kubica (BMW Sauber) + 3.0 sek.
3. Felipe Massa (Ferrari) + 4.8 sek.
4. Mark Webber (Red Bull) + 19.2 sek.
5. Sebastian Vettel (Toro Rosso) + 24.6 sek.
6. Rubens Barrichello (Honda) + 28.4 sek.
7. Kazuki Nakajima (Williams) + 30.1 sek.
8. Heikki Kovalainen (McLaren) + 33.1 sek.
9. Kimi Räikkönen (Ferrari) + 33.7 sek.
10. Fernando Alonso (Renault) + 1 hringur
11. Jenson Button (Honda) + 1 hringur
12. Timo Glock (Toyota) + 1 hringur
13. Jarno Trulli (Toyota) + 1 hringur
14. Nick Heidfeld (BMW Sauber) + 4 hringir

Féllu úr leik:
Adrian Sutil (Force India) - 68. hring
Nico Rosberg (Williams) - 61. hring
Nelson Piquet yngri (Renault) - 47. hring
Giancarlo Fisichella (Force India) - 37. hring
David Coulthard (Red Bull) - 7. hring
Sébastien Bourdais (Toro Rosso) - 7. hring


Keppnin var sú 200. hjá Giancarlo Fisichella en endaði á annan hátt en hann hefði kosið. Sama má segja um keppnislið Frank Williams, en liðið keppti sinn 600. kappakstur um helgina.

Í keppninni var Adrian Sutil (Force India) lengi vel í 4. sæti, en 9 hringum frá endamarki þá keyrði Kimi Räikkönen (Ferrari) aftan á Sutil við beygjuna eftir göngin eftir að hafa misst stjórn á bílnum sínum. Möguleiki Sutil á fyrstu stigum sínum í ár og fyrstu stigum Force India runnu út í sandinn. Räikkönen féll úr 5. sæti niður í 9. og missti af mikilvægum stigum í toppbaráttunni.

Miklar sviptingar urðu í keppninni sem var ansi blaut og lentu flestir hverjir í einhverjum skakkaföllum, sprungin dekk og skemmdir framvængir.

Keppnin átti upphaflega að vera 78 hringir, en vegna reglna FIA um tímahámark (sem er hámark 2 klst) þá náðist ekki að keyra 2 síðustu hringina.

Helsta breytingin á stigatöflu ökumanna er sú að með sigri sínum skaust Lewis Hamilton úr 2.-3. sæti upp í 1. sæti á stigatöflunni og leiðir nú með 3 stig. Sebastian Vettel og Rubens Barrichello sækja sín fyrstu stig á árinu. í keppni bílasmiða komst McLaren uppfyrir BMW Sauber, og er nú í 2. sæti, 16 stigum á eftir Ferrari liðinu, sem er í efsta sæti.