Ég vænti þess að þú sért að tala um þetta:
[youtube]
http://www.youtube.com/watch?v=gp2i5-hfgokSlysið átti sér stað þann 1. ágúst árið 1976, í þýska kappakstrinum, sem þetta árið og árin á undan fór fram á gömlu Nürburgring brautinni, sem þá var 22 km.
Niki Lauda hóf keppni 2. á ráslínu, á eftir James Hunt hjá McLaren. Lauda keppti á Ferrari 312T2. Slysið átti sér stað í Bergwerk beygjunni, þegar að Lauda missti stjórn á bílnum sínum á 2. hring keppninnar og lenti útaf, tjónaði bílinn og endaði inni á brautinni, með rifinn bensíntank og flæðandi bensín út um allt. Og fyrr en varir verður bíllinn alelda. Guy Edwards á Hesketh sleppur framhjá, en Harald Ertl (Hesketh) og Brett Lunger (Surtees) klessa báðir á Lauda, svo að eldurinn magnast allur upp. Allir þrír reyna að gera að ná Lauda út úr brennandi bílnum. Og fljótlega kemur þeim til aðstoðar Arturo Merzario (Wolf Williams). Keppnin var stöðvuð, og endurræst síðar með aðeins 20 bílum af 26.
Lauda hlaut af þessu mjög alvarleg brunasár og andaði að sér eiturgufum sem skemmdu lungu hans og blóð og dvaldist hann lengi á sjúkrahúsi, tvísýnt um líf hans í nokkra daga. En bati hans er aðdáunarverður, og hann sneri aftur á brautina í september, næstum 6 vikum eftir slysið, í ítalska kappaksturinn, eftir að hafa misst af austurríska og hollenska kappakstrinum. Fyrir slysið á Nürburgring var Lauda með 31 stigs forskot á Jody Scheckter, en áður en ræst var af stað á Ítalíu, þá var Lauda enn með 14 stiga forskot.
Svo fór á endanum að Lauda tapaði titlinum með 1 stigi í lokakeppninni þegar að hann hætti keppni í svakalegri rigningarkeppni á Fuji brautinni í Japan, og James Hunt náði nógu mörgum stigum til að vinna titilinn.
Hætt var að keppa á gömlu Nürburgring brautinni eftir þetta, og fluttist þýski kappaksturinn til Hockenheim. Stutt braut í Nürburgring var opnuð 1984 og var Evrópukappaksturinn haldinn þar 1984, 1995, 1996 og 1999 til 2007, þýski kappaksturinn 1985 og Lúxemborgarkappaksturinn 1997 og 1998.