Mika var nú bara margfalt betri ökumaður en Coulthard svo að hann spilaði margfalt betur úr sínum spilum á þessum tíma.
Svo var það nú bara þannig á síðasta season-i að Alonso var bara ekki stabíll meðan að litli guttinn hélt allt út, Alonso fór bara að vera hinn týpíski miðjarðarhafs búi og lét eins og allir væru að reyna að koma honum fyrir kattarnef af því að honum voru ekki færð verðlaunin fyrir keppni
Alonso hefur bara því miður alltaf verið voðalega skapstór og getur aldrei viðurkennt að hann geri mistök, eða það hef ég í það minnsta aldrei séð nokkursstaðar haft eftir honum, alltaf var eitthvað sem klikkaði sem hann kom ekki nálægt, s.s. ekki settur réttur loftþrýstingur í dekk hjá honum og annað, hann er bara lítið barn í fullorðnum líkama sem vill fá allt upp í hendurnar á sér, einfalt.
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“