Toro Rosso liðið hefur ráðið ökuþórinn Sebastian Vettel til sín og mun hann taka sæti Scott Speed í liðinu.
Vettel var varaökuþór BMW Sauber liðsins framan af tímabilinu, en fær núna fast sæti í liði Toro Rosso.
Toro Rosso liðið staðfesti þetta í gær, 1. ágúst.

Vettel, sem er 20 ára, keppti á sínu fyrsta formúlu 1 móti á Indianapolisbrautinni í bandaríska kappakstrinum í júní, þegar hann hljóp í skarð Robert Kubica, sem var meiddur á þeim tíma.
Vettel náði 8. sæti í þeim kappakstri og varð þar með yngsti ökuþór formúlunnar til að ná í stig til heimsmeistaratitils ökuþóra.

Frétt um málið má finna á opinberri heimasíðu F1, www.formula1.com
Beinn tengill á fréttina: http://www.formula1.com/news/headlines/2007/8/6571.html
Kveðja,