Öllu heldur, þá jafnaði hann met, aðeins 8 aðrir hafa leitt hringi í sinni fyrstu keppni:
1-3: Luigi Fagioli, Juan Manuel Fangio og Nino Farina leiddu í fyrstu stigakeppni Formúlu 1, Breska GP 1950 (þetta telst eiginlega ekki með: einhverjir urðu að leiða fyrsta F1 kappaksturinn :)
4: Karl Kling leiddi hluta úr jómfrúarkeppni sinni: franska kappaksturinn 1954.
5: Giancarlo Baghetti leiddi og vann fyrstu F1 keppni sína; franska kappaksturinn 1961, en það mun vera í eina skiptið síðan 1950 þar sem nýliði sigrar sinn fyrsta kappakstur.
6: Jacques Villeneuve leiðir ástralska kappaksturinn 1996, sína fyrstu F1 keppni.
7: Lewis Hamilton leiddi örfáa hringi í sínum fyrsta F1 kappakstri, sem var ástralski kappaksturinn nú í vor.
8: Markus Winkelhock kemur öllum á óvart í evrópska kappakstrinum og leiðir örfáa hringi í sinni fyrstu og sinni einu keppni í bili.