Haha, Formula1 braut á Íslandi myndi aldrei gera sig. Allaveganna ekki á Suðurnesjunum!
Alltaf rok… bílarnir þyrftu að vera lágmark 8-900 kg. Þeir þyrftu eflaust að vera á spes gerð af dekkjum þar sem úti hitinn færi sjaldan upp fyrir 10 gráður og brautarhiti sjaldan yfir 15 gráður. Þeir fengju líka eflaust allar gerðir af veðri yfir sig… rok, sól, slyddu, rigningu, haglél o.s.frv.
En annars sé ég 17. júní stemminguna á F1 braut alveg fyrir mér. Íslendingarnir að blakta íslenska fánanum á brautinni, þ.e þeir sem myndu fara úr bílnum sínum. Kappklæddir inn í bíl með miðstöðina í botni að hlusta á lýsinguna í útvarpinu. Svona ekkert ósvipað fótboltaleikjum í 2. flokki.
Ég held að það eigi undantekninga laus aldrei eftir að verða Formula 1 braut hérlendis og háður kappakstur.
Það væri jú mikið nær að loka Reykjanesbrautinni frá Hafnarfirði til Keflavíkur og halda keppnina þannig. Væri hægt að hafa 10 hringi, þá væru þeir komnir í svona 300 km. akstur :)