Vorum með svoleiðis, og hefðum gjarnan haft hann áfram ef að það bryti ekki gegn höfundarrétti á Formúlu 1, sem er í höndum Ríkisútvarpsins á Íslandi.
Þeir sem að lesa þetta svar eru vinsamlegast beðnir um að setja alls ekki inn youtube myndbönd, hvort sem það er í grein, þráð, undir mynd, eða í svar héðan í frá. Ég persónulega vildi gjarnan hafa þessi myndbönd sem ómetanlega heimild, þar sem þau segja meira en 1000 orð, en við verðum líka að fara að höfundarrétti, sem vegur meira í þessu tilfelli, en talið er að myndskot YouTube af Formúla 1 kappakstrinum brjóti gegn höfundarrétti.
Bætt við 5. apríl 2007 - 22:32
Og já, videokubburinn hefði fengið að halda sér hefðum við ekki fengið ábendingu um að hann bryti gegn höfundarrétti.