Mér fannst við hæfi að vekja aðeins athygli á þessu, en ákveðið hefur verið að nefna fyrstu 2 beygjurnar á Nürburgring-brautinni eftir Michael Schumacher.

Í frétt á mbl.is segir:
mbl.is
Michael Schumacher verður heiðraður þegar þýski kappaksturinn fer fram í sumar með því að beygjuhlykkur í Nürburgring verður nefndur eftir honum.

Schumacher verður viðstaddur og tekur þátt í athöfn af þessu tilefni í Nürburgring 22. júlí í sumar. Um er að ræða fyrstu tvær beygjurnar í brautinni, sem nefndar verða “Schumacher S-ið”.

“Ég er afar stoltur af þessum heiðri sem mér hefur hlotnast,” sagði Schumacher í tilefni ákvörðunar eigenda brautarinnar. Þar hrósaði hann sigri fimm sinnum í formúlu-1.

Að athöfninni lokinni mun hann aka heiðurshring í brautinni og verður því fyrstur til að aka gegnum Schumacher S-ið í Nürburgring.

Flestir ættu að geta verið sammála um að þetta er mikill heiður fyrir Michael Schumacher og að mínu mati á hann þennan heiður fyllilega skilinn.
Kveðja,