Rakst á athyglisverða frétt á mbl.is núna áðan, en þar er sagt frá því að formúlan sé meðal þeirra íþróttagreina þar sem áhorfstölur frá sjónvarpsútsendingum séu ýktar, oft til muna.

Reyndar er ég persónulega á þeirri skoðun að áhorfstölur úr sjónvarpi séu sjaldan réttar, enda erfitt að meta nákvæmlega hversu margir eru að horfa á útsendingu frá ákveðnum viðburði, eða sýningu á sjónvarpsþætti.
Þá koma margir þættir inní, eins og hvort horft sé á alla útsendinguna, eða bara part af útsendingunni.

Tekið er dæmi frá síðusta formúlumótinu 2006, brasilíska kappakstrinum í Interlagos í Sao Paulo. Talsmenn formúlunnar sögðu um 354 milljónir hafi horft á keppnina á Interlagos-brautinni í sjónvarpi, en óháð greining ISF (Initiative Sports Futures) hafi leitt í ljós að einungis 83 milljónir hafi horft á kappaksturinn.

Breska dagblaðið The Indipendent telur að áhorfstölur séu oft stórlega ýktar til að lokka velborgandi styrktaraðila að íþróttum og til að halda uppi háu verði á sjónvarpssýningarrétti.


Hvað finnst öðrum formúluspekúlöntum á huga?

Fréttin: Formúlan meðal íþrótta sem sagðar eru gefa upp stórlega ýktar áhorfstölur
Kveðja,