Já semsagt ef ég gagnrýni eitthvað þá er ég með fordóma?
Ég sagið aldrei að þú mættir ekki gagnrýna neitt án þess að vera með fordóma, svo það sé á hreinu!
Hins vegar taldi ég þessa skoðun sem þú settir fram, hvort sem þú ert einn um þá skoðun eða ekki, bera vott af fordómum gagnvart komandi keppnistímabili.
Ég tók það sérstaklega fram að ég væri ekki á neinum nornaveiðum gagnvart þér, ef það hefur á einhvern hátt farið framhjá þér.
Baðst meira að segja afsökunar ef þér hefur fundist sem ég væri að kalla þig rasista eða fordómafullan á einhvern hátt. Sagði bara mína meiningu á þeirri skoðun að keppnistímabilið 2007 væri dautt og ómerkilegt fyrirfram.
Vissulega skilur Schumacher eftir sig stórt skarð, sem varla verður fyllt í ár. En það réttlætir samt engan veginn að segja að engin spenna verði í formúlunni í ár og engin skemmtun af keppnunum (sem er það sama og að segja að tímabilið verði dautt).
Hinsvegar eru 22 ökumenn í Formúlu 1 og ef besti ökuþórinn hverfur þá eru 21 og nýr og lélegur ökumaður kemur inn, ath miðað við heimsmeistarann.
Segðu mér eitt… hefur einhvern tímann komið inn nýliði sem allir halda að hirði titilinn af ríkjandi heimsmeistara? Eru ekki allir nýliðar, að minnsta kosti flest allir nýliðar, taldir vera lélegir miðað við heimsmeistarann þegar þeir byrja? Þó svo að fyrsta árið hjá þeim sé gott og komi á óvart…
Sá besti hættir og þá tekur annar við þeim titil, þ.e. á meðal þeirra ökuþóra sem enn eru að keppa. Hvað söguna varðar er það alveg ljóst að Schumacher er með bestu ökumönnum formúlunnar. Þó má alltaf deila um hvort Schumacher sé sá besti í allri sögu formúlu eitt, enda ekki sama formúla í ár og fyrir 40 árum, tækniframfarirnar hafa verið það miklar undanfarin ár.
Það er allt annað að segja að að það sé ekki eins gaman að formúlunni fyrst eftir að Schumacher hætti, en mér finnst fullhart að dæma mótið fyrirfram sem leiðinlegt. Hlusta frekar á svona fullyrðingar eftir fyrsta mót heldur en fyrir það!
Hver er tilbúinn að klessa niður, hóta lemja og vera dýrvitlaus á brautinni í dag?
Vissulega réttmætar pælingar hjá þér, Alonso, Räikkonen, Massa, Button, Hamilton og fleiri koma til greina, en erfitt er að sjá það alveg fyrir þar sem kapparnir hafa ekki mæst á þessu ári.
Baráttan á ekki eftir að dvína í ár, Alonso vill örugglega halda heimsmeistaratitilinum sínum, Räikkonen hungrar vonandi mikið í að krækja í titilinn og örugglega fleiri ökumenn.
Formúluárið 2007 verður vissulega spennandi, þó svo að Schumacher sé hættur.