Frumsýningin lét lítið yfir sér og var bíllinn kolsvartur á lit, þar sem bíllinn er ekki fullkláraður ennþá. Stefna Hondamenn að því að kynna bílinn í nýjum litum í næsta mánuði.
Ekki gekk þó allt upp við frumsýninguna í dag, þar sem Jenson Button fór ekki langt í fyrsta akstrinum á RA107-bílum. Nokkrum sekúndum eftir að Button lagði af stað bilaði bíllinn og var líklega um bilun í rafmagnskerfi að ræða.
Liðsfélagi Button, Rubens Barichello, frumók 2007 bílum reyndar í gær og fór 40 hringi á Katalóníubrautinni án teljandi vandræða.
Barichello er bjartsýnn fyrir komandi keppnistímabil og er ánægður með þróun mála hjá Hondaliðinu. Hann telur RA107 bílinn vera skref í rétta átt, liðsandinn sé góður og stöðugleiki í liðinu.
Það verður því gaman að fylgjast með Hondaliðinu í ár.
Heimildir:
Honda frumsýnir svartan gæðing - ruv.is
Honda launch 2007 F1 car without pomp and ceremony - rawstory.com
New Honda fails on Button debut - motorsport-network.net
RA107 in early trouble - skysports.com
Kveðja,