Þó hann hafi einungis ekið 2006 bíl Ferrari segist hann hrifinn af aksturseiginleikunum sem, að hans sögn, eru nokkuð öðruvísi en McLaren-bílsins.
Räikkönen ók 2006 bílnum ekki við bestu aðstæður, þar sem brautin var blaut og nokkur rigning. Felipe Massa ók á sama tíma F2007 bílnum og segist Räikkonen líka vel við útlit bílsins, þó hann keyri hann ekki fyrr en í næstu viku.
Skemmtilegt er svo að bera saman tímana sem þeir Ferrarifélagarnir Räikkonen og Massa náðu á Vallelunga-brautinni (sem er nærri Róm), en Räikkonen náði betri tíma en Massa, en Massa hefur verið að vinna í uppsetningu 2007-bílsins.
Räikkonen ók 74 hringi um brautina og náði bestum tíma 1:14:493 á meðan Massa fór 39 hringi og náði best 1:15:226.
Gaman verður að sjá félagana í fyrstu keppnum ársins og er vonandi að þeir nái vel saman.
Heimild:
Formúluvefur RÚV http://www.ruv.is/heim/frettir/f1/frett/store64/item141839/
Kveðja,