Meðan að við bíðum enn eftir grænu ljósi á notkun myndasafnsins á nýjan leik, þá ætla ég að senda ykkur slóð á mynd nýja Renault R27 bílnum, http://www.statsf1.com/cars/photo/81/1168.jpg.
Höfundarrétt á myndinni á Stats F1.

Eins og áður hefur verið sagt sýndi Renault liðið nýja bílinn, eins og ráð var fyrir gert, í Amsterdam í Hollandi, en þar er nýji styrktaraðilinn, hollenski bankinn ING, með höfuðstöðvar sínar.

Giancarlo Fisichella verður áfram ökumaður Renault liðsins, en í stað heimsmeistarans Fernando Alonso er kominn hinn ungi Finni Heikki Kovalainen.
Liðsstjóri Renault verður eins og áður Flavio Briatore.

Athyglisverðar staðreyndir um nýja bílinn:
* Nýr 7 gíra stigalaus gírkassi.
* Bíllinn hefur verið aðlagaður að Bridgestone dekkjum.
* Aðallitir bílsins í fyrra voru ljósblár og gulur, en með nýjum styrktaraðila þá eru aðallitir liðsins nú gulur (litur Renault), dökkblár, hvítur og appelsínugulur (litir ING).