Ron Dennis sagði við Daily Mirror að hann hafi varða ökumenn sína, þá Hamilton og Alonso við því að fá sér áfengi. Hann sér ekki tilganginn í því hversvegna ökumenn liðanna ættu að vera á fylleríi á keppnistímabilinu.

Hann bætti því einnig við að Kimi hafi á einhverjum tímapunkti misst af titlinum sökum drykkju. Drykkja Kimi leiddi oft til vandræða og gaf Ron Dennis honum viðvörun og þá fór Kimi aftur á rétt strik.

Sú spurning sem hjá mér kviknaði þegar ég las þetta var sú, að eru ökumenn í einum virtasta kappakstri sögunnar virkilega að detta oft í það svo það gæti sakað ferilinn þeirra? Því hefur oft verið haldið fram að Michael Schumacher hafi komið heilsusamlegu og skynsömu lífi á kappaksturinn með heilbrigðu líferni sínu.

Þegar Kimi var ráðinn til Ferrari þá var hann varaður við því að einn bjór of mikið gæti gert endanlega út af við feril hans sem ökumann hjá toppliði. Ítalska pressan er dugleg að hlusta og ýkja allt til að láta einhvern koma illa út, og þá sérstaklega aðra ökumenn en ítalska.

Hvað finnst ykkur um þetta?