Fyrrum formúlu 1 ökuþórinn Juan Pablo Montoya hefur skotið fast að heimsmeistaranum fyrrverandi Michael Schumacher, eftir að Schumacher furðaðist þá ákvörðun Montoya að hætta í formúlunni og fara í Nascar-kappaksturinn.

Fyrrum Formúluökuþórinn Juan Pablo Montoya tók ekki vel í ummæli Michael Schumacher þegar sá þýski lýsti yfir furðu sinni á ákvörðun Kólumbíumannsins að hætta í Formúlu og fara í Nascar í Bandaríkjunum.

Schumacher sagði nýlega í viðtali við New York Times að sér þætti ákvörðun Montoya að fara í Nascar nokkuð furðuleg og sagðist sjálfur ekki geta hugsað sér slík vistaskipti. “Hvað er svona spennandi við Nascar? Ég baar sé það ekki,” sagði Schumacher. Montoya tók ekki vel í þessi ummæli.

“Schumacher er ekkert í Bandaríkjunum og fólk skilur ekki hvað Nascar er erfið íþrótt. Ég gæti tekið Schumacher með mér á eina brautina og sagt honum að reyna að halda í við mig - en hann myndi fá hjartaáfall,” sagði Montoya.

Ef mig minnir rétt, þá hefur aldrei verið neitt sérstaklega hlýtt á milli þessara kappa, en ég verð að viðurkenna það að það er smá húmor í síðustu setningu Montoya :)
Nú er bara spurning hvort Schumacher svari þessu skoti, annað hvort í orði eða á borði. Viðureign á milli þeirra tveggja á Nascar bílum gæti orðið skemmtileg :)

Fréttina má lesa á visir.is.
Kveðja,