Honda hefur gefið það út að liðið stefnir á titil í ár. Þeir telja ökumenn sína vera í aðstöðu til þess að keppa um titil ökumanna í ár og eru að leggja lokahönd á keppnisbíl sinn.
Sjá frétt á mbl.is, Takmark Honda er titill í ár.
Toyota stefnir á jómfrúarsigur í formúlu 1 í ár, enda kannski kominn tími til. Liðinu hefur gengið frekar illa frá stofnun, þó þeim hafi tekist að komast á pall í fyrra. Það er vonandi að þeim takist ætlunarverk sitt, þeir hafa verið nálægt sigrum en ekki tekist.
Takmark Toyota að vinna jómfrúarsigur á vertíðinni.
BMW Sauber liðið stefnir á jafngóðan árangur og í fyrra, en liðið þótti koma á óvart í fyrra með því að ná fimmta sæti í keppni bílsmiða. Það er mikil bjartsýni í BMW-mönnum og vonandi að liðið komi aftur á óvart í ár.
Fernando Alonso hefur sagt að hann telji McLaren liðið vera sigurstranglegt í ár og verður gaman að fylgjast með því hvernig Alonso og Hamilton ná saman.
Ferrari stefnir líklegast á að halda titli bílsmiða og með Räikkönen innanborðs þykir mér líklegt að þeir stefni einnig að ökumannatitlinum í ár. Eins verður gaman að sjá hvernig Massa og Räikkönen ná saman.
Umræðan á eftir að verða skemmtileg þegar nær dregur fyrsta mótinu. Eins verður gaman að sjá hvort liðin ná sínum markmiðum í ár.
Bætt við 17. janúar 2007 - 01:18
Gleymdi að vísa í frétt mbl.is um BMW-liðið, BMW vonast til að halda dampi.
Kveðja,