00:00: Startið á San Marínó 1994, árekstur JJ Lehto og Pedro Lamy
00:11: Michael Schumacher missir stjórn á bíl sínum í tímatöku fyrir Ástralíu 1994.
00:19: Nigel Mansell missir stjórn á Williams bíl sínum á æfingu fyrir Japan 1987: hlýtur meiðsli sem bindur endi á titilvonir hans.
00:26: [hef ekki enn fundið út hvaða atvik átti sér stað hér, nema þetta er Ferrari bíll]
00:28: Gerhard Berger lendir út af í Tamburello beygjunni í San Marínó 1989, og hlýtur smávægileg brunasár.
00:37: [hef ekki enn fundið út hvaða atvik átti sér stað hér, nema að þetta er Williams bíll]
00:44: Michael Schumacher snýr bíl sínum í einhverjum kappakstri / tímatöku árið 1995.
00:49: Kviknar í Jordanbíl Eddie Irvine í Belgíska kappakstrinum 1995.
00:56: Ekki viss, en giska á að þetta sé Damon Hill og Michael Schumacher í ítalska kappakstrinum 1995 (Hill er sá sem veltur)
01:04: Derek Warwick veltir Lotus bíl sínum í fyrra startinu í ítalska kappakstrinum 1990.
01:09: 4 bíla árekstur í argentínska kappakstrinum 1995, Ukyo Katayama rúllar yfir brautina.
01:17: Rubens Barrichello lendir útaf á æfingu í San Marínó 1994 (sjá grein eftir mig).
01:22: Alexander Würz lendir í samloku milli Jean Alesi og HH. Frentzen í fyrra startinu fyrir kanadíska kappaksturinn 1998.
01:30: Jarno Trulli parkerar ofan á bíl Jean Alesi í seinna startinu í kanadíska kappakstrinum 1998.
01:33: Hinn frægi 13 bíla árekstur í belgíska kappakstrinum 1998, fyrra startinu.
01:44: [hef ekki fengið meiri upplýsingar um þetta atvik, nema að þetta er Williams bíll og væntanlega Larrousse eða Lola]
01:47: Giancarlo Fisichella klessir Benetton bifreið sína fyrir belgíska kappaksturinn 1998.
01:53: Útafakstur Kimi Räikkönen (Sauber) í japanska kappakstrinum 2001, Jean Alesi (Jordan) fylgir með í áreksturinn.
02:22: Bíll Michael Schumacher bilar í ræsingu og Luciano Burti (Prost) keyrir aftan á og veltur yfir Schumacher og Arrows ökumenninga.
02:28: Ekki viss, Michael Schumacher í Mónakó 2004?
02:36: Michael Schumacher veltur á æfingu fyrir ástralska kappaksturinn 2001
02:41: Mika Häkkinen klessir bifreið sína í einhverri keppninni 1994.
02:44: Mistök við áfyllingu á bíl Jos Verstappen í þýska kappakstrinum 1994, Verstappen hlýtur smá bruna í andliti og á höndum.
02:47: Andrea de Cesaris klessukeyrir Ligier bifreið sína í austurríska kappakstrinum 1985.
02:53: Árekstur Martin Brundle (Tyrrell) og Patrick Tambay (Lola), Tambay veltir. Mónakó 1986.
02:58: Árekstur Gerhard Berger (Ferrari) og Michael Andretti (McLaren) í brasilíska árið 1993; Andretti flýgur yfir Berger.
03:02: Hinn umdeildi árekstur milli Michael Schumacher og Damon Hill í ástralska 1994.
03:06: Christian Fittipaldi keyrir aftan á Pierluigi Martini (báðir hjá Minardi) í ítalska árið 1993. Þetta var á lokahringnum, og þrátt fyrir að Fittipaldi stórskemmdi bíl sinn kláraði hann sína vegalengd í 8. sæti og Martini í 7.
03:12: [hef ekki upplýsingar um þetta atvik]
03:15: Alain Prost klessukeyrir Renaultinn sinn í Mónakó 1982.
03:22: Ekki viss, mun vera Tyrrell bifreið frá 1989
03:26: Mun væntanlega vera klessukeyrsla John Watson (McLaren) í ítalska 1979.
03:31: Philippe Alliot klessukeyrir í mexíkóska 1988
03:44: [Hef ekki upplýsingar um þetta atvik]
03:47: Árekstur Sauber bifreiðar og Jordanbíls Martin Brundle í einhverri keppninni 1996.
03:50: Árekstur Martin Brundle (Jordan) og David Coulthard (McLaren), orsakar veltu hjá Brundle; fyrra startið í ástralska 1996.
03:59: Michael Andretti snýr bílnum í tímatöku fyrir ítalska 1993.
04:03: Giancarlo Fisichella (Benetton) keyrir aftan á Shinji Nakano (Minardi) í belgíska 1998.
04:11: Ayrton Senna snýr Lotus bílnum sínum… staður óviss, ár: 1986
04:20: Ekki viss, líklegt að þetta hvíti bíllinn sé Tyrrell 1995 árgerð…
04:26: Árekstur Nelson Piquet (Brabham) og Riccardo Patrese (Alfa Romeo) í Mónakó 1985
04:32: Rubens Barrichello klessukeyrir í Mónakó 1999.
04:34: Árekstur í upphafi evróska kappakstursins 1984 (Nürburgring)
04:38: Riccardo Patrese (Williams) keyrir aftan á Gerhard Berger (McLaren) og flýgur til himna…
04:44: Ayrton Senna (Toleman) snýst í einhverri keppninni 1984.
04:51: Samstuð Eddie Irvine (Jaguar) og Luciano Burti (Prost), sá síðarnefndi klessir af hörku inn í dekkjavegg
05:19: Michael Schumacher klessir inn í dekkjavegg í breska 1999.
05:23: Einhver McLaren að hringsnúast
05:25: Einhver Williams bíll að skoppa útaf
05:30: Nelson Piquet (Williams) snýst útaf í Tamburello í tímatöku fyrir San Marínó 1987.
05:37: Jacques Villeneuve snýst útaf í tímatöku fyrir belgíska 1999
05:44: Pedro de la Rosa (Arrows) snýst og tekur Alex Würz (Benetton) úr keppni í San Marínó 1999
05:47: Mika Häkkinen (McLaren) missir stjórn á bíl sínum í San Marínó 1999
05:50: Stephane Sarrazin (Minardi) snýr Minardi bílnum í einu keppni sinni í Brasilíu 1999
05:58: Fernando Alonso (Minardi) snýst útaf í San Marínó 2001
06:01: Jos Verstappen (Arrows) keyrir aftan á JP Montoya (Williams) í brasilíska 2001.
06:07: Árekstur JP Montoya og Rubens Barrichello í kanadíska 2001.
06:10: Ekki viss… Sauber bíll í Kanada
06:14: Ekki viss… Ferrari bíll í Kanada
06:15: Ekki viss: reykur úr Jaguar bíl, ítalski kappaksturinn
06:17: Ekki viss: Ferrari bíll að snúast útaf
06:20: Alex Würz (Benetton) klessir aftan á Pedro Diniz (Sauber) og þeytir honum langar leiðir í evrópska kappakstrinum á Nürburgring 1999
06.23: Riccardo Zonta hringsnýst og klessir í belgíska 1999 (tímatöku)
06:26: Ekki viss: Ferrari bíll snýst útaf og lendir á dekkjavegg
06:30: Árekstur Tora Takagi (Tyrrell) og Esteban Tuero (Minardi) í japanska 1998
06:35: Riccardo Zonta að snúa BAR bílnum sínum einhverntímann árið 1999
06:39: Jody Scheckter snýr Tyrrell bíl sínum í breska kappakstrinum 1973 og veldur 8 bíla árekstri
06:56: Derek Daly (Tyrrell) skoppar á milli bíla í mónakóska 1980
07:01: Ekki viss: Benetton bíll af 1992 árgerð
07:04: Ekki viss
07:09: Mika Häkkinen (Lotus) er stopp í einhverri keppninni 1991, og einhver Williams keyrir á bílinn.
07:14: Ayrton Senna (McLaren) fer útaf og veltur í mexíkanska 1990