Minnir það… þó að ég sé ekki alltaf sáttur við Schumacher, þá er ég ekki viss um að þetta sé ekta. Þegar hann “brosir” þá er hvorki Larini né Häkkinen til hliðanna til að sanna að þetta sé þá… nota bene: eini verðlaunapallur Larinis var þá.
Önnur tillaga: ef hann hefur þó í raun og veru brosað, þá var Senna ekki dáinn (eins og mismælt er í myndbandinu) því formleg dánartilkynning Senna barst ekki fyrr en 2 tímum eftir keppnina. Og auðvitað var þetta sigur þrátt fyrir allt.
Enn önnur tillaga: ef hann hefur í raun og veru brosað, þá er einnig hugsanlegt að það hafi svo gjörsamlega verið óvart: ég veit til þess að ég lenti óvart í því að brosa pínku augnablik í jarðarför vinar míns: heilinn hugsar stundum ekki rökrétt í aðstæðum sem þessum. Þetta er sálfræðilegt fyrirbrigði.
En ég neyta eiginlega að trúa því að Schumacher hafi verið svona í raun og veru.
Og eitt að lokum: ég á keppnina frá San Marínó á spólu, eins og hún var sýnd á BBC (frændi minn tók hana upp meðan hann var við nám í Manchester), og hvorki fagnandi höndin né bros Schumachers sést á upptökunni!
ÉG HALLAST ALFARIÐ Á ÞAÐ AÐ FYRRA MYNDBANDIÐ SÉ FALSAÐ.