Hollenski kappaksturinn á Zandvoort 1973
Roger Williamsson deyr
Hetjulegasta tilraun til björgunar í Formúlu 1


Dekk springur á March bifreið breska nýliðans Roger Williamsson á 9. hring.
Hann hendist út í vegriðið, veltir, rennur um 100 m, staðnæmist, og bíllinn er í björtu báli.

Liðsfélagi hans, annar breskur nýliði, David Purley, leggur bíl sínum í vegakanti og hleypur á staðinn og reynir að bjarga liðsfélaga sínum úr brennandi bílnum.
Það þarf ekki að horfa lengi til þess að sjá það að brautarverðirnir höfðu hvorki þjálfun né búnað til að takast á við þennan vanda.

Eins mikið og Purley reyndi og reyndi, honum tókst ekki að velta bílnum á réttan kjöl, því enginn hjálpaði honum!
Mönnum datt ekki einu sinni í hug að stoppa keppnina!
Purley heyrði vel í Williamsson þar sem hann öskraði af sálarkröftum á hjálp.
Purley reyndi að fá ökumenn til að leggja niður keppni, en þar sem Purley keyrði einnig March bíl, þá héldu þeir að það væri hans bíll sem væri að brenna.
Eldurinn verður það mikill að slökkvitæki bítur ekki á hann.

Að lokum rekur einn brautarvörðurinn hann til baka.

David Purley fékk orðu fyrir hetjuskap sinn, en síðar á árinu 1973 missti hann áhuga á Formúlu 1 og hætti.

Einn mesti skandall, ef ekki sá mesti fyrir öryggismál Formúlu 1!!!

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Nqv68DkPi60

Alltaf þegar ég horfi á þetta myndbandið, þá brest ég í tár.