Morgunblaðið
Sato meðal tekjuhæstu ökuþóra
Þrátt fyrir að hann aki fyrir lélegasta lið formúlu-1 er japanski ökuþórinn Takuma Sato einna tekjuhæstur þeirra 22 ökuþóra sem munu stilla bílum sínum upp á rásmarki fyrsta móts á næsta ári.
Samkvæmt fregnum spænska blaðsins Marca nema tekjur Sato hjá Super Aguri-liðinu, að meðtöldum auglýsingatekjum, um 7,7 milljónum dollara á ári.
Til samanburðar mun liðsfélagi hans Anthony Davidson hafa 250.000 dollara í kaup á næsta ári.
Staðhæft var fyrr á árinu að heimsmeistarinn Fernando Alonso myndi þéna um 7,2 milljónir dollara í ár. Hermt er að hann muni fá mun hærra kaup hjá McLaren á næsta ári.
Sé tekjur Sato eins og frá er skýrt mun hann „verðmætari“ en ökuþórar á borð við David Coulthard, Mark Webber, Jenson Button og Giancarlo Fisichella.
Hvað finnst ykkur um þetta? Finnst ykkur þetta vera of mikið borgað miðað við getu?