Mjög sorglegt myndband, en engu að síður er þetta eingöngu yfirlit yfir þá sem hafa farist í viðburðum tengdum formúlukeppnum, ekki er tekið tillit til dauða á formúlu-æfingum utan móta (dæmi: Elio de Angelis á Paul Richards í maí 1986).
Einnig má benda á að margir merkir Formúlukappar fórust í annars konar kappasktri (Michele Alboreto, Jim Clark, Alberto Ascari, Nino Farina, o.s.frv.
Þetta er bara svona til viðbótar, engin gagnrýni á myndbandið, það er gott og gilt! Sýnir hve miklu menn tefla undir fyrir ástríðuna af kappakstri.