Þú verður nú að taka það með í reikninginn að keppnin í dag var eins og hver önnur keppni, hvort sem einhver sé að keppa í síðasta skipti eða ekki.
Vissulega var mikið undir hjá Schumacher í þessari keppni, en ekki get ég séð að Kimi hafi verið helsti þröskuldur Schuma í dag. Frekar var það sprungna dekkið sem dró hann niður, enda spurning hvort snerting hafi orðið á milli Schuma og Fisichella og þá hvort það hafi verið viljandi eður ei…
En hins vegar Kimi og Schumi voru andstæðingar í dag og Kimi var ekki neinum kvöðum bundinn um að hleypa Schuma fram úr sér þar sem Kimi var einungis að reyna að verja stöðu sína.