Eftir tímatökur í Japan eru Ferrari-menn fremstir í rásröðinni, á eftir þeim koma Toyota-ökuþórarnir og Renault-kapparnir Alonso og Fisichella eru í þriðju röð við upphaf keppninnar í nótt.
Það verður gaman að fylgjast með ræsingunni, þar sem Renault-menn mega illa við því að festast fyrir aftan Toyota bílana í upphafi keppninnar og eru því miklar líkur á að þeir reyni að smokra sér fram fyrir Ralf Schumacher og Jarno Trulli fyrir fyrstu beygjuna.
Aðaláhersla Ferrari hlýtur hins vegar að vera sú að koma báðum sínum bílum örugglega í gegnum fyrstu beygjuna, en búast má við fjöri þegar hersingin nálgast fyrstu beygjuna.
Ég vonast eftir spennandi keppni í nótt og vona að úrslitin í keppni ökuþóra og bílasmiða ráðist ekki fyrr en í lokakeppninni í Brasilíu.
Kveðjur til allra Hugara.
Kveðja,