Eru menn ekki að verða þreyttir á Monte Carlo kappakstrinum? Tja að minnsta kosti er ég það því ég vil frekar sjá hraðakstur í Formúlu 1 þótt að jú Monte Carlo brautin er mjög krefjandi og þar sést klárlega hver er lúmskasti keppandinn en mér finnst þetta eitthvað hægt og leiðinlegt.
U-Beygjurnar tvær drepa þann litla hraða sem þeir hafa náð eftir beina kaflann og göngin sem er hraðasti kafli brautarinnar eru bara aðeins of þröng…
Að mínu mati mætti fara að breyta brautinni, þótt það sé verulega hæpið því þessi braut á svo mikla sögu en það væri gaman að sjá meiri hraða því ég allaveganna nenni varla að horfa á þennan kappakstur því ég gæti auðveldlega sofnað yfir honum.
Hvað finnst ykkur? Finnst ykkur gaman að horfa á þessa keppni eða finnst ykkur skemmtilegra að horfa á brautir eins og Indianapolis eða Monza?