Ég ætla ekki að skamma þig, allir hafa rétt á sinni skoðun. Ég er bara á annarri skoðun en þú.
Ef maðurinn er reyndur þá á hann að geta haldið bílnum á veginum. En hann er mannlegur og getur gert mistök, en þetta eru engin venjuleg mistök. Ef þú heldur að ef hann hafi ætla að stoppa Fernando, hefði hann neglt á vegginn, ég held ekki. Það er of mikið í húfi. Það leikur sér enginn að því að negla á vegg, jafnvel á litlum hraða (og allra síst á rándýrum keppnisbíl).
Keppnin þar sem Schumi rakst í vegginn var í Bahrain. Hann fór of utarlega í beygjuna sem voru mistök hjá honum, hann var of ákafur og tók hana of hratt. Hann lenti á grasinu og bíllinn fór að hoppa. Hann var asskoti nálægt því að redda sér, bara var á aðeins og miklum hraða og rak rassgatið í vegginn. Þremur hringjum seinna kom Montoya, skar begjuna líka og utarlega, en aðeins innar heldur en Schumi, bíllinn byrjaði að hoppa og skoppa en vegna þessara centimetra sem hann var innar, slapp hann við vegginn þegar hann beygði frá. Heppni! Schumi var óheppinn að missa bílinn vegna klaufalegra mistaka.
Þetta voru engin mistök hjá honum í Monaco. Núverandi og fyrrum F1 kappar virðast vita meira um málið en við hin hér heima, og þessvegna er allt í fjaðrafoki þarna. Menn að segja sig úr nefndum, reka Schuma úr starfi sem fulltrúi eða gjaldkeri einhverra samtaka og endalaust svona. Þetta gefur manni ákveðna mynd af því sem aðrir vita en ekki við. Schumi hefur sagt einhverjum eitthvað í trúnaði og það hvissast út… eða einhver önnur sögusögn átt sér stað.