Fernando hjá McLaren, Montoya er óljóst og Kimi er óljóst.
Mér sýnist allt stefna í það að það verði 2 laus sæti hjá Renault og geri passlega ráð fyrir því að Montoya fari þangað.
Ferrari menn verða með Schuma, ákveði hann að keppa áfram og þeir eru án efa á höttunum eftir Kimi líka þar sem Massa er með lausan samning á næsta tímabili.
Sennilegt að Toyotamenn verði þeir sömu, Toro Rosso ökumenn og RedBull ökumenn skipti um sæti.
BMW og Sauber verða örugglega með sína menn, en gæti trúað því að Frank Williams vilji fá nýtt blóð inn í stað Villenuve.
Hondamenn eru góð liðsheild, geta hvorugur neitt, þó Rubens sé búinn að koma mér töluvert á óvart hingað til…
Annars skýrist þetta allt þegar lengra líður á þetta tímabil og styttist í næsta :)