Ég efast um að það hafi haft einhver áhrif á dóminn að dómararnir þrír voru 2 Spánverjar og síðan Breti. Annar Spánverjinn er meira að segja eitthvað tengdur spænska aksturíþróttasambandinu, ef minnið er ekki að bregðast mér.
Það er dálítið fyndið að nánast allir voru búnir að ákveða strax eftir atvikið að Schumi væri sekur og létu stór orð falla, nema Alonso. Hann fékk skipun um að halda kjafti þar til eftir mótið. Síðan þegar hann fer loks að tala, finnst honum refsingin ekki nógu hörð, finnst að ætti að vísa Schumi úr keppni (Mónakó) eða jafnvel úr heimsmeistarakeppninni. Eða í stuttu máli, afhenda sér titilinn. Auðvitað vill hann losna við Schumi, sérstaklega eftir að hann sá hversu vel Ferrari gekk í Mónakó, annar bíllinn upp um 17 sæti og hinn 11.
Mig langar líka að benda á að það hefur verið talað um að Schumi hafi náð sama árangri og Montoya og Coulthard í þessu samhengi, en málið er, t.d. með Coulthard, að hann þurfti jú að ræsa aftastur eftir eigin mistök á ráspól (og ég veit ekki hvort hann hefur ræst á þjónustusvæðinu). Hann komst upp í 5. sæti líka en þá voru bílarnir einungis 18 en í ár eru þeir 22. Mér finnst það skipta dálitlu máli, sérstaklega af því að þetta er hin alræmda “kemst-ekki-fram-úr” Mónakó.
Það sem mér finnst skítið í þessu máli er að Schumi “missir stjórn” á bílnum á 16 km hraða. Hann er samt ekki dæmdur fyrir að gera þessi mistök heldur að stöðva bílinn þar sem hann gerði og drepa á honum. Það er það sem hann er dæmdur fyrir.
Stupid men are often capable of things the clever would not dare to contemplate…