Málið er bara að þetta er að verða fínt hjá kallinum!
Þannig er mál með vexti að menn hætta ekki allir á topinum, en þegar menn gera það mun aldrei vera hægt að segja: “Hann var ekki bestur”. Menn get kannski aftur á móti sagt að hann hafi ekki verið bestur þegar tvö til þrjú slæm tímabil eru áður en hann hættir..
Mér finnst nokkuð skemmtilegt hvað þú virðist vera “sár” Ferrari stuðningsmaður. Við munum koma sterkir á næsta ári, þarna ertu að nota “munum, kannski, sennilega” orð. Þú getur ekki enn sagt neitt um næsta tímabil, sjálfur hef ég ekki viljað tjá mig of mikið um McLaren, við vitum ekkert hvernig nýja fyrirkomulagið og nýju reglurnar koma út, einnig vitum við ekkert hver nær að gera bestu V8 vélina.
Þú segir að Häkkinen hafi ekki hætt á toppnum, nei hann var ekki alveg á toppnum en hann tók þá ákvörðun að hætta. Hann vann t.d. tvo sigra á síðasta ári sínu, og tapaði einum svo eftirminnilega á Spáni þetta ár. Hann átti að etja kappi við M. Schumacher sem var á rosalega góðum yfirburðabíl þetta ár og sjálfur var hann á handónýtum McLaren bíl.
Þetta er ekki ósvipað og hvernig M. Schumacher gekk í ár, hann var ekki á góðum bíl og afsannaði þar að hann gæti unnið á hvaða bíl sem er. Því í raun á hann ekki neinn “alvöru” sigur á árinu, hann vann jú vissulega Bandaríska kappaksturinn svo eftirminnilega en er það sigur til að tala um? Ef þetta hefði verið Räikkönen sem hefði unnið hefði ég ekki talað mjög mikið og hrósað mér af því!
Spurning, á M. Schumacher að hætta eða ekki? Þú getur fengið endalaust mörg svör við þessu, “já”, “nei”, “eftir ár” o.fr.
Þetta er ákvörðum sem hann verður að taka sjálfur, menn geta tjáð sig og sagt sitt álit á netinu og í fjölmiðlum, þegar Häkkinen, Eddi Jordan o.fl. eru að segja að hann ætti að hætta núna eða eftir ár, þá eru þeir að miðla sinni reynslu að ég tel. Þeir vilja honum ekkert illt, held þeir séu bara að gefa góðlátlegar viðvaranir til M. Schumacher um að passa sig á því að tapa ekki “gljáanum”!
Eins og ég sagði hér á undan mega allir hafa sína skoðun og þetta er í grunnatriðum mín skoðun en alls ekki þín skoðun, menn geta verið sammála mér og/eða ósammála mér!
Kv.
FusionLorus
Það einsog þú segir, það er allt undir honum komið. Meðan hann hefur gaman af þessu og baráttuviljinn er fyrir hendi, þá held ég að hann haldi áfram. Ótrúlegt hvernig þessar sögusagnir komast á kreik að einhver ætlar að hætta. Það kanski setur pressu á hann, sér kanski að fólk vilji hann ekki meira og hættir því…? En þú sérð nú að Schumi er ekki gamall maður, rétt á fertugs aldrinum. Jean Alesi var nú orðinn 42 eða 43 ára gamall þegar hann “loksins” hætti að keppa í F1. Hann var þannig séð orðinn útdauður í keppnum, gekk ekkert upp hjá honum, en ég segði nú ekki að Schumi sé útdauður, það er frekar hægt að segja að hann sé orðinn ódauðlegur, eða hann hafi gert sjálfan sig ódauðlegan. Margir sem tala um að Senna sé besti F1 maður allra tíma, en mér sýnist Schumi vera að afsanna það. Hann er búinn að bæta met eftir met sem enginn hélt að yrðu bætt. En með tímanum koma nýjir menn inn í íþróttina og það held ég að einhver eigi eftir að bæta met Schuma, svo lengi sem íþróttin lifir og heldur áfram. Ég sé fram á bjarta tíma hjá Alosno og Kimi, þeir eru báðir yfirburða ökumenn og gefa Schuma “gamla” ekkert eftir. Ég get bara sagt það sama og FusionLorus sagði, maður getur ekki tjáð sig mikið um þetta vegna sífella reglubreytinga svo það verður bara að bíða og sjá hvernig liðin standa sig áður en maður fer að spá meira.
0