——-Tekið af formula1.is———

Ef marka má fréttir ítalskra fjölmiðla verður Ferrari með tvo reynsluökumenn á næsta ári. Sá er Brasilíumaður og heitir Felipe Massa og kemur hann til með að vinna við hlið Luca Badoer við hönnun 2002 bílsins.

Felipe Massa þessi vann brasilíska Formúlu Chevroletkeppnina 1999 og í fyrra keppti hann með sérlega góðum árangri í Formula Renault. Nú keppir hann í Evró 3000 mótaröðinni þar sem hann hefur sigrað þrjár af þremur keppnum.

Flavio Briatore og Prost hafa bæði borið víurnar í pilt en umboðsmaður hans og liðsstjóri hafa hafnað tilboðum þeirra og valið Ferrari.

<br><br>…………