Þeir sem vita ekkert hvað ég er að tala um endilega commenta og segja að þeir hafi ekki hugmynd hvað ég er að bulla. Gæti verið að maður setji niður eitt stikki grein. Langt síðan að ég gerði slíkt.
Ef þú ert að tala um nýju afturvængina, þá held ég að þetta sé mjög… athyglisverð … útfærsla. Þetta á víst að auðvelda framúrakstur þar sem loftið aftan við fremri bílinn á ekki lengur að vera “óhreint”. Ætluðu þeir ekki síðan að breyta dekkjunum líka, gera þau breiðari og sléttari?
Stupid men are often capable of things the clever would not dare to contemplate…
Whut? geturðu sent mér tengil eða eithvað, skrifað eða eithvað um þetta… væri gaman að vita eithvað um þetta.. En annars, ég veit ekki alveg hvað þú ert að tala um :S
Þetta ætti að vera linkurinn inn á fréttina með myndinni: http://www.formula1.com/news/3764.html Ef hann virkar ekki, er hægt að fara inn á formúlusíðuna, fara í news og skrifa wings í search. Þetta er nefnilega frétt frá því í október og þess vegna er hún ekki lengur sýnd.
Stupid men are often capable of things the clever would not dare to contemplate…
Á pappírunum og CFD myndunum sem FIA hefur gefið út lítur þetta mjög vel út, en burt séð frá því þá loftið eftir að vera mjög órólegt fyrir aftan þessa tvo vængi og á eftir að hafa neikvæð áhrif á loftflæðið á bílnum sem er fyrir aftan. Það þarf að kanna þetta mun betur en bara að tölvulíkan af þessu til að sjá hvort þetta virkar í raun og veru.
Þetta eru ekkert sérstaklega fallegir vængir, en það er líklega ekki ástæðan fyrir þeim. Ef þeir virka eins og þeir segja að þeir eigi að gera þá verður það mjög skemmtilegt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..