Á sama tíma og margir sátu fastir fyrir aftan Trulli þá sat Kimi fastur fyrir aftan Massa að mig minnir og komst ekki fram úr honum fyrr en hann fór í hlé!
Svo er keppni bara þannig að ef þú kemst ekki framúr bíl ertu ekki að standa þig nógu vel, það er ekki bílnum á undan að kenna að þú komist ekki fram úr honum, þannig vil ég allavega túlka kappakstur og þá er ekki hægt að kenna Trulli, Massa eða öðrum um framgang keppninnar hjá “top”ökumönnunum það er Kimi og Schuma í þessu til felli.
Málið er bara það að þeir komust ekki framúr og það er engum öðrum að kenna en þeim sjálfum og jú kannski liðinu fyrir að skaffa ekki nógu góðan bíl!
Ég tel möguleika Ferrari vera senn úti, og sömuleiðis möguleika McLaren því ef þetta heldur áfram sem horfir þá eikur Alonso forskotið jafnt og þétt og svo þegar Kimi saxar eitthvað á þá eru þeir jafnframt mjög nálægt honum og hann vinnur ekki mikið af þeim í einu. Staðreynd tímabilsins er sú að Renault eru með besta heildar pakkann!