Hinn þrefaldi heimsmeistari, í Formúlu-1, Jackie Stewart, var ánægður með árangur Eddie Irvines og Jagúar-liðsins í Mónakó-kappakstrinum í dag.
Stewart sagðist vera himinlifandi með að sjá loks Jagúar-liðið ná þeim áfanga að ná manni á verðlaunapall í Formúlunni eftir alla þá erfiðleika sem liðið hefur gengið í gegnum á síðustu misserum.