Flugvélakaup Schumacher bræðranna
Ralf og Michael Schumacher hafa undanfarið keypt sér einkaþotur fyrir samtals um fjóra milljarða króna. Ralf Schumacher mun hafa keypt sér Hawker Horizon þotu með eldhúsi, baði, setustofu, fataskápum o.s.frv., sem kemst upp í 900 km hraða á klukkustund. Hann á fyrir eina Canadian Challenger, sem hann er að hugsa um að selja. Stóri bróðir hans, Michael Schumacher er heldur ekki þotulaus, en hann hefur keypt sér Falcon þotu fyrir 19 farþega á tæpa tvo milljarða króna.