F1
Jæja nú fer þetta tímabil bara að verða búið, ekki mikil spenna um toppsætið þvi hann Schumacher er gjörsamlega búinn að rústa þessari keppni. Ég veit ekki hvort þetta sé bíllinn eða hvort hann sé bara svona góður en samt er bílinn hans nú ekki skotheldur því barichello hefur nú lent í sínum hrakaförum með bílinn. Ætli hann Schumacher aki bara ekki betur. En ég held að hann muni nú ekki fara eins létt með þetta á næsta tímabili því t.d hann Barichello er búinn að lofa að hann muni vinna hann á næstu tímabili…. (stór orð en samt) og síðan mun Toyota ( mitt lið) hafa góða ökumenn, þá Ralf Schumacher og hann Jarno Trulli og vona ég allt það besta fyrir Toyota liðið.