Ég var að horfa á San Maríno kappaksturinn áðan og í byrjun hans átti sér stað umdeilt atvik milli Schumachers og Montoya. Það atvikaðist þannig að Schumacher keyrði Montoya útaf þegar hann var að reyna að fara fram úr (Montoya komst samt strax aftur inná og hélt sæti sínu).
Montoya var ekki hress með þetta á blaðamannafundinum og sagðist vona að Schumacher kæmist ekki upp með þetta.
Mér fannst ekkert athugavert við það sem Schumacher gerði, hann hélt bara sinni aksturs línu og mér fannst Montoya ekki vera kominn nógu langt fram úr til að Schumacher hefði átta að gefa eftir (sem hann hefði btw held ég ekki gert;)
Hvað finnst ykkur?