Í keppninni í nótt voru þáttarstjórnendurnir að tala um hvað Barcelona ´96 hefði verið frábær keppni og mikil skemmtun. Það voru þeir einnig að skora á að allir formúlu áhugamenn ættu að gera eins og þeir gætu til að verða sér útum upptöku af keppninni. Hvernig væru nú að RUV myndi verða sér útum upptöku af þessari keppni og sýna hana, annað hvort á milli keppna eða á milli tímabila. Ég hef áður skrifað grein þess efnis að f1 efni væri sýnt í sjónvarpinu á milli keppnistímabila og mjög vel var tekið í þá hugmynd. Einnig sendi félagi minn póst á stjórnendur þáttarins þar sem hann lagði þetta til. Því bréfi var svarað jákvætt og hjá RUV ætluðu menn sko aldeilis að gera eitthvað í þessum málum. Þetta gerðist allt saman fyrir meira en hálfu ári síðan og ekki ekki hefur mikið sést gerast síðan.
F1 Hugarar tökum okkur saman og hvetjum RUV til að auka sýningar á efni tengdu formúlunni. T.d. með því að senda póst á þá félagana f1@ruv.is