Jæja þá er bara Malasýu keppnin búin, vaknaði náttúrlega í morgun og horfði á hana og sumir hlutir voru ágætir, aðrir ekki svo ágætir. Það ágæta var að það var rigning og margir bílar þutu af brautinni, gaman var að sjá Button í þriðja sæti og gaman að sjá Montoya í öðru sæti (segi ég sem sannur Williams áhugamaður), mér fannst leiðinlegt að sjá hvernig fór fyrir Webber eftir þessa frábæru tímatöku í gær þar sem hann var annar, mér fannst líka leiðinlegt að sjá Ralf detta svona leiðinlega útúr keppninni því að það er nú minn maður.
Michael Schumacher í fyrsta sæti að vana sem er farið að vera virkilega leiðinlegt, annars var hún alveg ágæt, en samt fannst mér þetta leiðinlegasta Malasýu keppnin sem ég hef séð því að þessi braut á venjulegast að vera góð fyrir Michelin dekkin og Williams er með þannig dekk en Ralf var ekki að standa sig nógu vel.
Formúlan verður leiðinlegri og leiðinlgeri eftir árunum útaf þessum Schuma gaur.
Kv. StingerS