Formúlan-Kepni hina ríku.
Ég hef lengi velt fyrir mér þessari spurningu hvort að Formúlan sé góð íþrótt eða bara leikur þeirra ríku.
Eins og allir vita þá eru Ferrari, McLaren og Williams bestu liðin, Renault er reyndar að reina eitthvað en eiga ekki séns í þessa fyrstu þrjá.
En hvað eiga þessi lið sameiginlegt? jú þau eiga öll svo gott sem ótakmarkað magn af peningum til þess að styrkja liðið á meðan sum lið verða að velja þá ökumenn sem koma með mesta peninga inn í liðið.
Það gætu sumir bent á það að Toyota hafa svo gott sem ótakmarkaða peninga líka en þeir hafa bara ekki reynslu að þessari keppni en eftir tíu ár muni þeir sennilega vera meðal þeirra bestu.
Svo ég spyr, er þetta einhver keppni? eiga þau lið sem eiga ekki ótakmarkaða peninga heima í sömu deild og hin?