Sælir hugarar!
Það er allt að verða vitlaust í Melbourne í Ástralíu þar sem að Áströlsk launþegasamtök (ASU) hafa hótað að trufla framkvæmd kappaksturinn eftir hálfan mánuð (6 og 7 mars. :D). Og með þessum framkvæmdum ætla þessir náungar að leggja áherslu á kröfur sínar á sex orkufyrirtæki í Viktoríuríki um kjarabætur og aukið starfsöryggi.
Ekki það að ég sé eitthvað á móti því að vilja hafa mikið öryggi á vinnustað en það að láta það bitna á kappakstinum það er ekkert nema FÁRÁNLEGT.
En hvað haldið þið??? Mun keppnin truflast af einhverju ráði eða hvað???
Kimi Kveðja
RykmauR
