Button
Mér hefur alltaf fundist frekar gaman að horfa á Formúluna, en aldrei getað haldið með neinum, bæði Schumacher og Hakkinen fóru í taugarnar á mér. Þangað til að Jensen Button kom fram á síðasta ári, og varð strax yngsti ökumaðurinn til að ná sér í stig. Hann stóð sig mjög vel allt síðasta ár. Ég spái því að eftir nokkur ár eigi allir eftir að halda með Button og hann eigi eftir að verða meistari. Að vísu ekki strax, hann á eftir að vera með Benetton næstu tvö ár. En allavegana, hvað finnst fólkinu hér um Button? Er einhver hér sem heldur með honum?